Gengi krónunnar veikist um 0,18%

Reuters

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,18% frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun. Stendur gengisvísitalan í 236,03 stigum. Í gær veiktist gengi krónunnar um 0,7%.

Bandaríkjadalur hefur veikst talsvert gagnvart evru í dag og er nú 124,67 krónur sem er lækkun frá því í gær. Evran hefur hinsvegar hækkað og er 184,20 krónur. Danska krónan er 24,744 krónur og pundið er komið á ný yfir 200 krónur, er 200,34 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK