Kaupþing eignast móðurfélag Haga

Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi 1998 ehf. móðurfélags Haga.
Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi 1998 ehf. móðurfélags Haga. mbl.is/Kristinn

Nýja Kaupþing hefur eignast meirihluta í 1998 ehf. móðurfélagi Haga og fengið meirihluta í stjórn félagsins. Þetta fékkst staðfest hjá Nýja Kaupþingi  í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkurra vikna svigrúm til að leggja fram nýtt fé til að endurfjármagna þrjátíu milljarða króna skuld 1998 ehf. við bankann.

Fram kemur á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, að Jón Ásgeir og aðrir eigendur 1998 ehf. muni reiða fram um fimm milljarða króna í aukið hlutafé inn í félagið á allra næstu dögum. Samkvæmt heimildum mbl.is er ekki útilokað að Jón Ásgeir og aðrir eigendur 1998 ehf. haldi félaginu ef þeim tekst að leggja fram nýtt fé. Að óbreyttu er Nýja Kaupþing þó komið með meirihluta í félaginu.

Samkvæmt heimildum mbl.is innan úr Nýja Kaupþingi hafa eigendurnir nokkurra vikna svigrúm til að leggja fram nýtt fjármagn en viðræður hafa staðið yfir við Jón Ásgeir og fjölskyldu um uppgjör á 30 milljarða króna skuld 1998 ehf. við bankann.

Með tvo stjórnarmenn af þremur

Heimilisfang 1998 ehf. hefur verið flutt í höfuðstöðvar Nýja Kaupþings í Borgartúni. Jafnframt hefur ný stjórn verið skipuð yfir 1998 ehf. og er Nýja Kaupþing með tvo stjórnarmenn af þremur í félaginu. Sigurjón Pálsson og Reginn Freyr Mogensen, lögmenn hjá Nýja Kaupþingi, skipa nýja stjórn félagsins auk Jóhannesar Jónssonar.

Kaupþing fjármagnaði sölu á 95,7 prósent hlut í Högum frá Baugi Group í júlí á síðasta ári til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. með þrjátíu milljarða króna lánveitingu til síðarnefnda félagsins. Með í kaupunum fylgdu 15 milljarða króna rekstrarskuldir Haga.

Hagar á meðal annars Bónus, Hagkaup og 10-11. Fyrirtækið á einnig ýmsar sérvöruverslanir eins og Útilíf, Zöru, Debenhams, Topshop, Coast og Oasis.

Kaupþing banki
Kaupþing banki mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK