Enn samdráttur í kortaveltu

Kreditkortavelta heimila dróst saman um 10,9% í janúar–september í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 6% á sama tíma og samtals dróst innlend greiðslukortavelta heimila í janúar–september saman um 2,9%, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um 24,8% en erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 61,8% í janúar–september 2009 miðað við sömu mánuði 2008. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 17,5% sem þýðir 17,4% raunlækkun á innlendri greiðslukortaveltu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK