Félag í eigu Novator til sölu í Póllandi

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Kristinn

Pólska farsímafyrirtækið P4, sem Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 49,7% hlut í, verður jafnvel selt síðar á árinu. Þetta hefur Dow Jones fréttaveitan eftir heimildum. Hafa þrjú stærstu farsímafélög Póllands áhuga á að eignast P4 verði það sett í sölu. Tollerton Investments, sjóður sem skráður er á Kýpur, á meirihlutann í P4.

Polkomtel, stærsta farsímafyrirtæki Póllands hvað varðar tekjur og markaðshlutdeild vildi ekki tjá sig formlega um málið en manneskja tengd málinu segir að ekki sé unnið að gerð yfirtökutilboðs í P4, samkvæmt frétt Dow Jones.

Telekomunikacja Polska, sem er stýrt af franska fyrirtækinu France Telecom, hefur áhuga á að taka yfir keppinauta ef rétt verð býðst en hefur ekki látið í ljós áhuga á P4.

Polska Telefonia Cyfrowa,  sem er í eigu Deutsche Telekom, hefur ekki formlega gefið út hvort það hafi áhuga á að eignast P4.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK