SÍ með 350 milljarða kröfu

Kröfur Seðlabankans í þrotabú Kaupþings nema 283 milljörðum króna.
Kröfur Seðlabankans í þrotabú Kaupþings nema 283 milljörðum króna. Ómar Óskarsson

Kröfur Seðlabanka Íslands í þrotabú Kaupþings nema 350 milljörðum króna, en kröfuskrá þrotabúsins var birt kröfuhöfum í dag. Samtals er um níu kröfur að ræða og er sú stærsta 101 milljarður króna.

Sú krafa er vegna lánasamnings, en sem kunnugt er lánaði Seðlabankinn Kaupþingi 500 milljónir evra, eða 90 milljarða króna, rétt fyrir fall bankans í október 2008.

Hinar kröfur Seðlabankans í þrotabúið eru á bilinu 4-74 milljarðar króna.

Missagt var í fyrstu útgáfu þessarar fréttar að kröfurnar næmu 283 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK