AGS sér hættur víða en segir horfurnar betri

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS. Reuters

Flóðgátt gjalddaga stærstu banka heims er við það að bresta og þurfa þeir á milljörðum dala á næstu árum til þess að verja eiginfjárgrunn sinn á næstu árum. Þetta kemur fram í uppfærðu mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu mála eins og hún birtist í skýrslu sjóðsins um stöðugleika og horfur í alþjóðahagkerfinu. Samkvæmt breska blaðinu The Daily Telegraph mun Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, kynna þessi sjónarmið enn frekar á efnahagsráðstefnunni í Davos sem fer fram í þessari viku.

Mat sjóðsins er að þrátt fyrir að hættur steðji að fjármála- og efnahagskerfi heimsins þá hafi stefnusmiðum tekist að afstýra nýrri heimskreppu. Endurspeglast þetta meðal annars í því að sjóðurinn hefur hækkað hagvaxtarspár sína fyrir vel flest ríki heimsins að undanförnu.

En þrátt fyrir það telur AGS að fjármálakerfi heimsins standi enn á veikum stoðum og líklegt er að sjóðurinn hækki mat sitt á heildartapi bankakerfis heimsins vegna fjármálakreppunnar. Í október gaf sjóðurinn út að heildartapið myndi nema 3,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala. Ennfremur telur sjóðurinn að bankar hafi enn ekki gert nóg til þess að styrkja eiginfjárstöðu sína og segir að bankar þurfi enn meira eigin fé þannig að þeir geti stutt við eðlilega virkni fjármálamarkaða og viðsnúning hagvaxtar. Sjóðurinn bendir einnig að mikið af skammtímaskuldum komi til með að falla á fjármálakerfi heimsins á árunum 2011 til 2013 og varar við því að ef traust manna á bönkum taki að þverra á ný gæti það grafið undan getunni til þess að endurfjármagna þessar skuldir.

En AGS hefur ekki eingöngu áhyggjur af bönkum og fjármálakerfinu. Fram kemur í frétt The Telegraph að sjóðurinn telji að mikil lánsfjárþörf stjórnvalda í ríkjum á borð við Bretland og Bandaríkin kunni að auka hættuna á að eitthvert fullvalda ríki lendi í skuldakreppu með tilheyrandi fárviðri á fjármálamörkuðum í kjölfarið. The Telegraph segir að breska ríkið sé nefnt sérstaklega í þessu samhengi og líklegt sé að fjárfesta skoði vandlega hversu sjálfbær skuldasöfnun þess sé um þessar mundir. Fram kemur að þrátt fyrir að bresk stjórnvöldum takist að fjármagna sig með eðlilegum hætti á skuldabréfamörkuðum muni það hafa takmarkandi áhrif á aðgengi einkageirans að lánsfjármagni þar sem að fjármagnskostnaður hans mun hækka og það muni hamla hagvexti.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK