FME sektar Opin kerfi Group

Fjármálaeftirlitið hefur sektað Opin kerfi Group um 3 milljónir króna fyrir að brjóta gegn lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Taldi Fjármálaeftirlitið að að félagið hefði ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína hvað varðar niðurstöðu um gang viðræðna við kröfuhafa félagsins og málsatvika að öðru leyti.

Opin kerfi Group sendi í apríl á síðasta ári  tilkynningu þess efnis að stjórn félagsins hefði unnið að endurskipulagningu á fjárhag félagsins og að ákveðið hefði verið að hefja viðræður um uppgjör á kröfum á hendur félaginu við lánardrottna þess. Stefnt væri að því að niðurstaða yrði ljós á næstu vikum.

Einnig kom fram í tilkynningu félagsins að það myndi leita samkomulags við handhafa skuldabréfanna um frestun afborgana og vaxtagreiðslna sem kæmu til gjalddaga þann 20. apríl 2009. Engar tilkynningar bárust hins vegar frá félaginu fyrr en rúmlega hálfu ári síðar, þ.e. þann 20. október 2009 sem var lokagjalddagi tiltekins skuldabréfaflokks en þá var tilkynnt að félagið myndi ekki greiða umsamda afborgun eða vexti á gjalddaga þar sem viðræður stæðu enn yfir við kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu með það að markmiði að tryggja fullar efndir. Tekið var fram í tilkynningunni að afborgun og vaxtagreiðslur sem féllu í gjalddaga þann 20. apríl 2009 væru einnig ógreiddar.

Loks kom fram að félagið myndi senda frá sér upplýsingar um framgang viðræðnanna í byrjun nóvembermánaðar.

Fjármálaeftirlitið taldi, að fyrirtækið hefði brotið gegn lögum með því að fullnægja ekki upplýsingaskyldu sinni um að ekki yrði greitt af skuldabréfunum þann 20. apríl 2009 áður en gjalddaginn rann upp, og einnig með því að birta ekki upplýsingar um niðurstöðu eða gang samningsumleitana við handhafa nefnds skuldabréfaflokks sem tilkynnt var um þann 14. apríl 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK