Segir að Jón Ásgeir muni hætta í stjórn Iceland

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

Breska blaðið Mail on Sunday fullyrðir, að Jón Ásgeir Jóhannesson muni nú um helgina segja sig úr stjórn verslunarkeðjunnar Iceland þar sem hann hefur setið í umboði skilanefndar Landsbankans. Jón Ásgeir sagði sig úr stjórn verslunarkeðjunnar House of Fraser í vikunni.

Ákvörðun Jóns Ásgeirs stafar af því, að breskur dómstóll féllst í vikunni á kröfu slitastjórnar Glitnis um að kyrrsetja allar eigur hans hvar sem er í heiminum til tryggingar á skaðabótakröfu, sem slitastjórnin hefur lagt fram.

Krefst slitastjórnin þess að Jón Ásgeir og sex aðrir nafngreindir einstaklingar, sem tengdust Glitni, greiði samtals 2 milljarða dala í skaðabætur fyrir að ræna bankann innanfrá eins og sagði í tilkynningu slitastjórnarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK