Milljarður punda fór til eigenda í gegnum lán og kaup Landsbanka

Iceland Foods
Iceland Foods

Tæplega milljarður punda, eða sem nemur rúmlega 188 milljörðum króna, rann til fyrrverandi eigenda verslanakeðjunnar Iceland Foods Group Limited.

Afkoma Iceland var góð á síðasta ári, en hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta og fjármagn jókst um 19% milli ára. Skuldir þess hlaupa hins vegar á hundruðum milljóna punda.

Þær skuldir eru helst tilkomnar vegna arðgreiðslu til eigenda fyrirtækisins á árinu 2007, en þá áttu Baugur og Fons stærstan hlut í fyrirtækinu. Iceland var þá selt á milli tengdra félaga, en Landsbankinn í London undir forystu Lárusar Welding lánaði 280 milljónir punda til félagsins Icebox Holding til að kaupa Iceland af félagi í eigu Baugs, Fons og annarra.

Á árinu 2008 seldu Baugur og Fons Iceland síðan inn í Landsbankann og lítinn hluta til Glitnis í smáum skrefum fyrir tæplega 700 milljónir punda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK