Óvíst með eiginfjárhlutfall fjármálastofnana

Gunnar Andersen, forstjóri FME.
Gunnar Andersen, forstjóri FME. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í viðtali við Bloomberg fréttastofuna í dag að óvíst sé hvort öll fjármálafyrirtækin muni uppfylla skilyrði sem sett eru fyrir eiginfjárhlutfalli banka og fjármálafyrirtækja eftir dóm Hæstaréttar í síðustu viku varðandi gengistryggðu lánin.


Hefur Bloomberg eftir Gunnari að niðurstaða Hæstaréttar gæti verið versta niðurstaða sem hugsast gæti fyrir einhver fjármálafyrirtæki og líklegt að einhver þeirra verði með lægra eiginfjárhlutfall heldur en reglur gera ráð fyrir.


Að sögn Gunnars verður FME væntanlega að framkvæma álagspróf á stöðu lánafyrirtækja til að kanna stöðu þeirra.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK