Hlutabréf og olía hækka vegna hærri hagvaxtarspár

Ný hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birt var í gær og sýndi að útlit er fyrir meiri hagvöxt í heiminum á þessu ári en áður var gert ráð fyrir, hefur valdið hækkun á hlutabréfamörkuðum og verð á olíu hækkaði einnig.

Hlutabréf hækkuðu á mörkuðum í Asíu í morgun og hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu einnig þegar viðskipti hófust þar.  

Verð á hráolíu hækkaði í morgun. Á markaði í New York hækkaði tunnan um 43 sent og seldist á 75,87 dali og í Lundúnum hækkaði tunna af Brent Norðursjávarolíu um 38 sent og seldist á 75,09 dali.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði því í gær, að hagvöxtur í heiminum öllum yrði 4,6% á þessu ári en í spá, sem birt var í apríl, var gert ráð fyrir 4,2% hagvexti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK