Lán yfirmanna Exista felld niður

Yfirmenn dótturfyrirtækja Exista, fengu í fyrra felld niður lán, sem nema hundruðum milljóna króna, þar á meðal einn núverandi stjórnarmaður í Seðlabanka Íslands. Almennir starfsmenn fengu einnig felld niður lán, að sögn Ríkisútvarpsins.

Um er að ræða stjórnendur dótturfélaga Exista:  VÍS, Lýsingar, Skipta og Símans, dótturfélags Skipta. Þeim bauðst  að kaupa hlutbréf í Exista og veðið var  hlutabréfin sjálf.

Ríkisútvarpið sagði að alls átta yfirmenn í Skiptum og Símanum hafi fengið lán upp að tuttugu og tveimur og hálfri milljón króna hver, alls 180 milljónir.  Meðal þeirra var Katrín Olga Jóhannesdóttir hjá Skiptum, sem situr í stjórn Seðlabanka Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK