Írskir bankar í verulegum vanda

Reuters

Erfið staða írska bankans Anglo Irish Bank kostar írska ríkið 29,3 milljarða evra, 4.542 milljarða króna. Talið er að bankinn þurfi allt að fimm milljarða evra til viðbótar svo hægt verði að bjarga rekstri bankans sem er kominn í eigu ríkisins.

Það þýðir að reikningurinn sem skattborgarar Írlands þurfa að greiða til björgunar bankanum nemi allt að 34,3 milljörðum evra á sama tíma og mikil reiði ríkir meðal almennings vegna bágrar stöðu hins opinbera.

Opinberar skuldir Írlands munu væntanlega nema 32% af vergri landsframleiðslu í ár. Einkum og sér í lagi má rekja hátt hlutfall skulda til þess hve mikinn stuðning hefur þurft að veita í bankakerfinu, segir fjármálaráðherra Írlands,  Brian Lenihan.

Írski bankinn Allied Irish Banks, AIB, sem er stærsti lánveitandinn á Írlandi, þarf á þremur milljörðum evra, 465 milljónum króna, að halda í ríkisaðstoð fyrir áramót, samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Írlands. Kemur þetta til viðbótar við þá 7,4 milljarða evra sem bankanum var gert að auka eigið fé um fyrir áramót af Seðlabanka Írlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ólafur Ingi Hrólfsson: Geir
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK