Of bjartsýn hagvaxtarspá

Boðuð tekjuaukning er upp á 55-66 milljarða króna.
Boðuð tekjuaukning er upp á 55-66 milljarða króna. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Tekjuhlið fjárlaga byggist á þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í júní sl. Gert er ráð fyrir rúmlega þriggja prósenta hagvexti á næsta ári, sem drifin verður áfram af kröftugum viðsnúningi í einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingu.

Að mati greiningardeildar Arion banka er hagvaxtarspáin fyrir næsta ár fullbjartsýn enda er kaupmáttur fallinn og ólíklegt að hann nái sér almennilega á strik á næsta ári, þá er atvinnuleysi enn hátt og væntingar daprar hjá heimilum. Kemur þetta fram í Markaðspunktum greiningardeildarinnar. 

Því sé ljóst, að sú tekjuaukning sem boðuð er á árunum 2012-2013 samkvæmt fjárlagafrumvarpi standist ekki nema gripið verði til frekari skattahækka á þessu tímabili. Gert er ráð fyrir 55-66 milljarða króna tekjuaukningu á árunum 2012-2013.

„Að sama skapi er útlit fyrir að litlar framkvæmdir séu framundan og ólíklegt að af framkvæmdum verði við Helguvík, en gert er ráð fyrir þeim í spáforsendum hjá Hagstofunni. Aftur á móti er ljóst að framkvæmdir við Straumsvík verða eitthvað umfangsmeiri en gert hafði verið ráð fyrir. Niðurstaðan er þó sú að verði hagvöxtur minni en þjóðhagsspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir þá er ljóst að grípa þarf til frekari aðhaldsaðgerða til að ná fram settum markmiðum um jöfnuð í ríkisfjármálum, hvort sem er í formi skattahækkana eða frekari niðurskurði útgjalda,“ segir í Markaðspunktunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK