Eitt stórt Ponzi-svindl

Ben Bernanke, formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna
Ben Bernanke, formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna JIM YOUNG

Bandarísk stjórnvöld reka útsmogið Ponzi-svindl með því að kaupa skuldabréf fyrir billjónir dala, í því skyni að örva efnahagslífið. Þetta segir Bill Gross, framkvæmdastjóri hjá stærsta skuldabréfasjóðs í heimi, Pimco.

Reiknað er með því að Seðlabanki Bandaríkjanna muni á næstunni hefja aðra umferð seðlaprentunar, í þetta skipti upp á allt að 500 milljarða dala. Áður hafa verið búnar til 1,2 billjónir.

Gross, sem skefur ekki utan af því, segir Seðlabankann ekki eiga annarra kosta völ, en segir að með seðlaprentun sé til langs tíma „verið að stela fjármunum úr vasa skuldabréfaeigenda með verðbólgu og neikvæðum raunvöxtum.“

„Seðlaprentun upp á billjónir dala er ekki hagstætt skuldabréfaeigendum,“ segir Gross, „hún veldur í raun verðbólgu. Ef satt skal segja er það hálfgert Ponzi-svindl,“ skrifar Gross í fréttabréfi sínu, og segir að skuldabréfaeigendur hafi alltaf átt von á því að fá hlutdeild af framtíðarvexti.

„Nú, þegar efasemdir eru um hagvöxt, virðist Seðlabankinn ætla að ganga skrefinu lengra í svindlinu. Þeir eru farnir að taka þátt í veislunni sjálfir. Höfum við nokkurn tímann séð jafn óforskammað Ponzi-svindl? Ég held ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK