Afsalar sér bónus vegna öngþveitis

Colin Matthews, forstjóri fyrirtækisins BAA, sem rekur stærstu flugvellina á Bretlandseyjum, hefur ákveðið að afsala sér launauppbót fyrir þetta ár vegna öngþveitisins, sem skapaðist á Heathrow flugvelli í vetrarveðrinu um helgina.

Matthews sagði við Sky sjónvarpsstöðina, að hann teldi sig bera ábyrgð á ástandinu sem skapaðist á flugvellinu.

BAA, sem er í spænskri eigu, vildi ekki upplýsa hve há launauppbót Matthews hefði átt að vera en að heildarlaun hans á síðasta ári hefðu verið 944 þúsund pund, jafnvirði rúmlega 170 milljóna króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK