Möguleiki á Sovéthruni vestra

Ron Paul.
Ron Paul.

Ron Paul, fulltrúadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, telur að möguleiki sé á efnahagshruni vestra sem einna helst muni verða sambærilegt við hrun Sovétríkjanna á sínum tíma.

Í viðtali við Larry Kudlow á CNBC, sem sjá má hér að neðan, segir Ron Paul meðal annars að atvinnuleysið vestan hafs sé stórlega vanmetið. „Hagfræðingar sem trúa á hinn frjálsa markað segja að atvinnuleysi sé líklega í kringum 22%. Þeir [bandaríski seðlabankinn] dældu 4.000 milljörðum dala inn í efnahagslífi, sem áttu að skapa störf, en eini árangurinn er sú verðbólga sem er í pípunum,“ segir Paul í viðtalinu.

Hann segir að framundan sé 30 ára tímabil sem muni einkennast af hækkandi vöxtum  og að yfirvofandi sé hrun á skuldabréfamarkaði, líkt og fyrir 30 árum. Hann segir að bandaríski seðlabankinn eigi sökina á verðbólgunni og atvinnuleysinu.

Paul segir að skaðinn sem seðlabankinn hafi valdið sé mikill. „Ég held að hann sé ótrúlegur, skaðinn getur orðið svo gríðarlegur og gæti komið af stað miklu áhlaupi á dollarann um allan heim. Við erum á alveg ótroðnum slóðum. Ég held að við eigum eftir að sjá breytingar á efnahagslífinu og þjóðlífinu sem jafnist nærri því við breytinguna sem átti sér stað í sovéska kerfinu. Ég held að þær komi heimsveldi okkar á kné - við munum ekki eiga fyrir velferðarkerfinu og við munum ekki hafa efni á því að gæta hagsmuna annarra í heiminum,“ segir þingmaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK