Staðan á Íslandi betri en búast mátti við

Reuters

Yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi segir, að vísbendingar um möguleika Íslands á erlendum lánsfjármörkuðum, séu jákvæðari en búast hefði mátt við eftir að Icesave-lögunum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Moody's staðfesti lánshæfiseinkunn Íslands og skuldatryggingarálag á Ísland hefur verið tiltölulega lág. En við erum að skoða þessi mál nánar," hefur Reutersfréttastofan eftir Julie Kozack. Hún er í sendinefnd AGS, sem kemur til Íslands síðar í vikunni vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands.

Reuters hefur eftir Kozack, að Íslendingar þurfi ekki að breyta áætlun sinni um afnám gjaldeyrishafta ef niðurstaða Icesave-atkvæðagreiðslunnar hefur ekki áhrif á stöðu Íslands á erlendum fjármagnsmörkuðum og peningamálastefnan bregðist með viðeigandi hætti við hærri verðbólgu og heldur minni hagvexti en búist var við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK