Þeir ríku verða ríkari

Alisher Usmanov er næstríkasti íbúi Bretlandseyja.
Alisher Usmanov er næstríkasti íbúi Bretlandseyja.

Ríkasta fólkið í Bretlandi varð enn ríkara á síðasta ári en áður. Samkvæmt árlegri samantekt blaðsins Sunday Times námu eignir þúsund ríkustu einstaklinganna í Bretlandi 395,8 milljörðum punda, 73.600  milljörðum króna og jukust um 18% milli ára.

Fjölskylda stálkóngsins Lakshmi Mittal er sú ríkasta í Bretlandi og á 17,5 milljarða punda en það er 22% samdráttur frá árinu 2009, aðallega vegna þess að gengi hlutabréfa í fyrirtækinu ArcelorMittal lækkaði.

Rússinn Alisher Usmanov, sem komst í fréttirnar hér á landi nýlega þegar fram kom að Kaupþing ætlaði að veita honum lán skömmu fyrir fjármálahrun, er næstríkastur og hækkar um sex sæti milli ára. Hann er talinn eiga 12,4 milljarða punda og eignir hans jukust um 7,7 milljarða punda á síðasta ári.  

Í fyrsta skipti eru konur á listanum fleiri en 100 til til að komast á listann þurfti að minnsta kosti 70 milljóna punda eignir. Í fyrra komust þeir, sem áttu 63 milljónir eða meira á listann yfir 1000 ríkustu Bretana.  

Alls eru milljarðamæringar 73 þetta ári en í fyrra áttu 53 meira en einn milljarð punda. 

Ríkasta fólk Bretlandseyja:

  1. Lakshmi Mittal, stál, 17,5 milljarðar punda 
  2. Alisher Usmanov, stál, 12,4 milljarðar punda 
  3. Roman Abramovítsj, olía, iðnaður, 10,3 milljarðar punda 
  4. Hertoginn af Westminster, fasteignir, 7  milljarðar punda 
  5. Ernesto og Kirsty Bertarelli, lyfjaframleiðsla, 6,87  milljarðar punda 
  6. Leonard Blavatnik, iðnaður, 6,23 milljarðar punda 
  7. John Fredriksen og fjölskylda, skipaflutningar, 6,2  milljarðar punda 
  8. David og Simon Reuben, fasteignir, netið, 6,17 milljarðar punda 
  9. Gopi og Sri Hinduja, iðnaður, fjármál, 6 milljarðar punda  
  10. Galen og George Weston, smásala, 6  milljarðar punda.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK