ESB vill fá eigin fjármagnsskatt

Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.
Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnarinnar í Brussel. Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill setja skatt á fjármagnshreyfingar til þess að styrkja tekjustoðir sambandsins. Þetta fullyrðir breska blaðið Financial Times og segir að tillögur þessa efnis veðri kynntar í vikunni.

Um er að ræða skatt á fjármagnshreyfingar innan sambandsins sem svo myndi renna beint til Evrópusambandsins. Nái tillögurnar fram að ganga yrði um að ræða straumhvörf í samrunaferlinu í Evrópu þar sem að ESB hefur ekki neina veigamikla sjálfstæða tekjustofna og er fyrst og fremst fjármagnað af framlögum aðildarríkjanna. 

Samkvæmt Financial Times þá nema fjárlög ESB 112 milljörðum evra á ári en stefnt er að því að sambandið fjármagni sig sjálft með sköttum og álögum frá og með árinu 2014. Fram kemur í umfjöllun blaðsins að búist er við að framkvæmdastjórnin rökstyðji tillögur sínar með því að benda á að sjálfstæðir skattstofnar myndu draga úr þörfinni á fjárframlögum aðildarríkjanna til rekstur þess.

Hinsvegar er ljóst að tillagan verður umdeild. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að rétt sé að Evrópusambandið fari að fordæmi aðildarríkjanna og dragi úr umsvifum og útgjöldum vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu í stað þess að reyna auka tekjustofna sína. Auk þess er ljóst að sjálfstæð skattlagning ESB er þyrnir í augum þeirra sem vilja standa vörð um fullveldi aðildarríkjanna gagnvart sambandinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK