Verðlækkun á hráolíu

Reuters

Verð á hráolíu hélt áfram að lækka á mörkuðum í Asíu í nótt. Er lækkunin rakin til ákvörðunar Alþjóða orkumálastofnunarinnar um samræmdar aðgerðir aðildarríkjanna og erfiðrar fjárhagsstöðu gríska ríkisins.

Verð á hráolíu lækkaði um 88 sent tunnan í rafrænum viðskiptum í New York. Er tunnan nú seld á 90,28 dali.

Líkt og greint var frá í síðustu viku ætla aðildarríki IEA að setja aukið magn af hráolíu á markað til þess að auka líkur á því að verð á hráolíu haldi áfram að hækka. Er þetta gert vegna minna framboðs eftir að átökin brutust út í Líbíu.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 1,60 dali tunnan í 103,52 dali í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK