Langflestir stóðust álagspróf

90 bankar innan ESB gengust undir álagsprófið.
90 bankar innan ESB gengust undir álagsprófið. mbl.is

Fimm ítalskir bankar sem gengust undir álagspróf Evrópska bankaeftirlitsins stóðust allir prófið. Sömu sögu er að segja af portúgölskum og frönskum bönkum. Átta bankar af 90 féllu á álagsprófinu.

Bankarnir átta þurfa innspýtingu fjármagns upp á samtals 2,5 milljarða evra til að treysta efnahag sinn. Evran styrktist lítillega eftir að niðurstaða álagsprófs Evrópska bankaeftirlitsins (EBA) var birt nú síðdegis. 

Dönsku bankarnir Danske Bank, Jyske Bank, Sydbank og Nykredit Bank hafa upplýst að þeir hafi allir staðist prófið að sögn fréttavefjarins epn.dk. Þá stóðust sænsku bankarnir Nordea, Swedbank, SEB og Handelsbanken prófið.

Einn þýskur banki af 13 sem prófaðir voru þar í landi stóðst ekki prófið. Líklegt er talið að það sé Helaba bankinn, sem gaf varaði við því að miðvikudag að hann myndi ekki standast prófið.

Fjórir helstu bankarnir í Portúgal stóðust allir álagsprófið. Seðlabanki Portúgals sagði að tveir stærstu einkabankarnir, BCP og BES þurfi að afla sér fjármagns eða selja eignir innan þriggja mánaða  til að bæta stöðu sína.

Frönsku bankarnir BNP Paribas, Sociéte Generale, Credit Agricole og BPCE stóðust allir álagsprófið. Sömu sögu er að segja af ítölsku bönkunum UniCredit, Intesa Sanpaolo, Monte dei Paschi di Siena, Banco Popolare og UBI Banca.

Fimm spænskir bankar féllu á prófinu. 

Evrópska bankaeftirlitið (EBA) birti í dag niðurstöðu álagsprófs sem gert var á 90 bönkum í 21 aðildarlandi Evrópusambandsins (ESB). Tilgangur álagsprófsins var að meta þanþol bankanna lendi þeir í erfiðleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK