Öndverðar skoðanir um skortsölubann

Hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu í kjölfar skortsölubannsins.
Hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu í kjölfar skortsölubannsins. PETER ANDREWS

Þjóðverjar hafa kallað eftir banni gegn skortsölu um alla Evrópu líkt og fjögur Evrópulönd, Frakkland, Ítalía, Spánn og Belgía, hafa þegar gert í tvær vikur til að róa markaði. Bretar hafa hins vegar lýst yfir að þeir hafi engin áform um setja slíkt bann á.

Segir talsmaður þýska fjármálaráðuneytisins að þýska ríkisstjórnin hafi fylgst með vandamálinu með skortsölu um nokkurn tíma og hafi því bannað augljósa skortsölu frá því á síðasta ári. Þá leggi Þjóðverjar til að slíkt bann verði sett á í allri Evrópu.

„Það er eina leiðin til þess að stöðva skaðlega spákaupmennsku. Við styðjum þær leiðir sem Frakkar, Ítalir, Spánverjar og Belgar hafa tilkynnt,“ segir í tilkynningu talsmannsins.

Gripið var til svipaðra aðgerða þegar fjármálakreppan var í hámarki eftir fall Lehman-bræðra árið 2008. Skortsala er leið fyrir fjárfesta til að veðja á að tiltekin hlutabréf lækki.

Hins vegar tilkynntu bresk yfirvöld í dag að þau hefðu engin áform um að banna skortsölu. Fjármálakerfið væri nógu gegnsætt eins og væri og fylgst væri vel með slíkum viðskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK