Framtakssjóður með 49,5% í Promens

Skrifað undir samninginn um kaup Framtakssjóðsins á 49,5% hlut í …
Skrifað undir samninginn um kaup Framtakssjóðsins á 49,5% hlut í Promens

Framtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ) hefur lokið kaupum á 49,5% eignarhlut í Promens hf. Aðdragandi málsins er sá að fyrr á árinu gerði Horn fjárfestingarfélag hf. (Horn) samkomulag við FSÍ um kaup á 40% hlut í Promens og var þar jafnframt kveðið á um kauprétt FSÍ á 9,5% viðbótarhlut í félaginu.

Samkomulagið var gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun á Promens, sem nú er lokið. FSÍ hefur ákveðið að nýta sér kauprétt sinn og hafa aðilar komist að endanlegri niðurstöðu um kaupverð hlutanna sem er 49,5 milljónir evra, sem jafngildir um 7,9 milljörðum króna.

Eftir kaupin mun FSÍ eiga 49,5% hlut, Horn mun eiga um 49,8% hlut og lykilstarfsmenn Promens munu eiga um 0,7% hlut. Sem fyrr er stefnt að skráningu Promens á hlutabréfamarkað á næstu tveimur til þremur árum. Hluti kaupverðs FSÍ (um 3,2 milljarðar króna) fer til kaupa á nýjum hlutum í Promens sem gefnir verða út í framhaldi af kaupunum og eru kaupin þannig fallin til að styrkja eiginfjárstöðu Promens.

Promens framleiðir meðal annars umbúðir fyrir matvæli, snyrtivörur og lyf, auk íhluta fyrir bifreiðar, landbúnaðarvélar og þungavinnuvélar. Promens þjónar fyrirtækjum í fjölmörgum atvinnugreinum, s.s. matvinnslufyrirtækjum, efnaverksmiðjum, lyfjaframleiðendum og framleiðendum bifreiða og raftækja. Hjá samstæðu Promens starfa nú um 4.200 starfsmenn, þar af um 80 á Íslandi. Félagið rekur tvær verksmiðjur á Íslandi, Promens Dalvík og Promens Tempra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka