Landsvirkjun tekur lán vegna Búðarhálsvirkjunar

Blaðamannafundur og kynning á Búðarhálsvirkjun. Hörður Arnarsson forstjóri kynnir Búðarhálsvirkjun.
Blaðamannafundur og kynning á Búðarhálsvirkjun. Hörður Arnarsson forstjóri kynnir Búðarhálsvirkjun. mbl.is/Rax

Landsvirkjun hefur undirritað lánasamning við SEB AG í Þýskalandi vegna verksamnings sem fyrirtækið gerði um framleiðslu og uppsetningu á véla- og rafbúnaði Búðarhálsvirkjunar.

Lánið er til 21 árs að fjárhæð um 45 milljónir Bandaríkjadollara eða að jafnvirði um 5,4 milljarða króna. Lánið er á hagstæðum kjörum og hefjast greiðslur jafnra afborgana höfuðstóls árið 2014, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK