Skiljanlegt í ljósi pólitískra afskipta

Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir. mbl.is/Eggert

Afsögn stjórnar Bankasýslu ríkisins kemur þingmönnum úr stjórnarandstöðu ekki á óvart. Þeir telja hana skiljanlega í ljósi pólitískra afskipta af störfum hennar.

„Lærdómurinn sem við getum dregið er að við ættum að huga að því að leggja þessa stofnun niður hið fyrsta. Það myndi leysa öll þessi vandamál,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna.

„Réttmætar áhyggjur“

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, segir að ákvörðun stjórnarinnar komi sér ekki á óvart í ljósi óeðlilegra pólitískra afskipta stjórnmálamanna í þessu máli og lítur einnig til þess að stjórnin þurfi á næstunni að taka ákvarðanir um erfið mál sem undir hana heyra. „Ég tel að þau gífuryrði sem hafa fallið um störf stjórnarinnar hafi valdið því að hún hafi ekki talið sér fært að starfa áfram enda átti hún að vera án afskipta stjórnmálanna,“ segir Birkir Jón.

„Þetta voru klár pólitísk afskipti og greinilegt að stjórnin naut ekki trausts í þeim ákvörðunum sem hún var að taka,“ segir Ragnheiður Elín.

Hún rifjar upp að hún hafi verið andvíg stofnun Bankasýslu ríkisins og ekki keypt þau rök sem fjármálaráðherra hélt fram að þetta væri gert til að halda pólitíkinni frá. „Eftirleikurinn hefur sýnt og sannað að það voru réttmætar áhyggjur. Um leið og tekin er ákvörðun sem pólitíkinni líkar ekki fer hún að skipta sér af,“ segir Ragnheiður.

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK