Smjörskortur í Noregi

Norðmenn óttast að þurfa að steikja jólagæsina upp úr margaríni.
Norðmenn óttast að þurfa að steikja jólagæsina upp úr margaríni.

Það er nóg olía í Noregi. Það er hins vegar ekki hægt að segja að þar drjúpi smjör af hverju strái þessa stundina því útlit er fyrir smjörskort fyrir jólin.

Danskir fjölmiðlar segja að Norðmenn reyni nú að flytja inn smjör, m.a. frá Danmörku. Þá sé eftirspurnin svo mikil eftir smjöri í Noregi að kílóverðið sé nú komið í um 600 norskar krónur á netinu, jafnvirði um 12.000 íslenskra króna. 

Að sögn danska blaðsins B.T. hefur notkun á smjöri aukist mikið í Noregi upp á síðkastið en á sama tíma eru í gildi strangir framleiðslukvótar.  Nú hafi norska landbúnaðarráðuneytið gripið inn í og ákveðið að afnema tímabundið sérstakt gjald, sem bændur hafa þurft að greiða fyrir að fara framyfir framleiðslukvótana. Þá hefur innflutningstollur á smjöri verið lækkaður um 25 aura á kíló í 4 krónur.  

B.T. segir að Arla, sem framleiðir mjólkurvörur í Danmörku, hafi ekki undan að svara fyrirspurnum um smjör frá Noregi. Venjulega sinni Arla ekki norskum smjörmarkaði vegna hárra innflutningstolla, en ætlar nú að reyna að hlaupa undir bagga.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK