Hagvöxtur mælist 3,7%

Útflutningur jókst um 6,8% milli 2. og 3. ársfjórðungs 2011
Útflutningur jókst um 6,8% milli 2. og 3. ársfjórðungs 2011 mbl.is/Ómar Óskarsson

Landsframleiðsla fyrstu níu mánuði ársins 2011 jókst um 3,7% að raungildi samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2010.

Landsframleiðsla jókst um 4,7% að raungildi milli 2. ársfjórðungs 2011 og 3. ársfjórðungs 2011. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,6%. Einkaneysla jókst um 1,1%, samneysla var óbreytt og fjárfesting dróst saman um 5,3%. Útflutningur jókst um 6,8% og innflutningur um 1,2%. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxt milli ársfjórðunga, ekki ára, segir í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Einkaneysla eykst um 5,1% milli ára

Einkaneysla jókst eins og áður sagði um 1,1% frá 2. ársfjórðungi 2011 til 3. ársfjórðungs 2011. Sé miðað við sama ársfjórðung árið áður jókst hún um 5,1%.

Samneysla stóð í stað frá 2. ársfjórðungi 2011 til 3. ársfjórðungs. Frá sama fjórðungi árið áður jókst samneyslan um 0,5%.

Fjárfesting dróst saman um 5,3% á 3. ársfjórðungi 2011 samanborið við ársfjórðunginn á undan. Fjárfesting atvinnuvega dróst saman um 7,7% og fjárfesting hins opinbera um 0,1%.

Íbúðarfjárfesting stóð í stað. Miðað við sama fjórðung árið 2010 kemur fram 1,4% vöxtur í fjárfestingu á 3. ársfjórðungi.

Birgðir sjávarafurða jukust verulega á 1. ársfjórðungi en aftur á móti gekk á þær birgðir á 2. og 3. fjórðungi samkvæmt birgðaskýrslum Hagstofunnar. Birgðir sjávarafurða minnkuðu um 7,2 milljarða króna en birgðir í stóriðju og birgðir rekstrarvara jukust. Í heild minnkuðu birgðir, á verðlagi ársins, um 2,3 milljarða króna á 3. ársfjórðungi.

Þjóðarútgjöld jukust um 1,6% á 3. ársfjórðungi borið saman við 2. ársfjórðung. Minni samdráttur birgða á 3. ársfjórðungi en á 2. fjórðungi leiðir til meiri vaxtar þjóðarútgjalda á 3. ársfjórðungi. Þjóðarútgjöld jukust um 2,6% miðað við 3. ársfjórðung árið 2010.

Vöruútflutningur jókst um 12,1%

Útflutningur jókst um 6,8% milli 2. og 3. ársfjórðungs 2011. Vöruútflutningur jókst um 12,1% en þjónustuútflutningur dróst saman um 1,8% á þessu tímabili.

Innflutningur jókst um 1,2% frá fyrri ársfjórðungi. Vöruinnflutningur dróst saman um 2,5% en þjónustuinnflutningur jókst um 7,1%. Á 3. fjórðungi ársins jókst útflutningur um 5,4% en innflutningur jókst um 2% miðað við sama fjórðung fyrra árs.

Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd er mun meiri á 3. ársfjórðungi (61 milljarður króna) 2011 en á 2. ársfjórðungi (36 milljarður króna).

Mun meiri hagvöxtur hér en í helstu viðskiptalöndum

Landsframleiðsla á 3. ársfjórðungi 2011 eykst því meira en nemur vexti þjóðarútgjalda, eða 4,7% samanborið við 1,6% vöxt þjóðarútgjalda. Í helstu viðskiptalöndum Íslands var mestur hagvöxtur á 3. ársfjórðungi í Noregi, Japan og Svíþjóð, 1,4%-1,6%. Í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi var hagvöxtur 0,5%. Í Danmörku var 0,8% samdráttur.

Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK