Geti bannað mat á lánshæfi evruríkja í vanda

Þinghús ESB í Strasbourg. stækka

Þinghús ESB í Strasbourg. Ljósmynd/JPlogan

Samkvæmt uppkasti að skýrslu á vegum Evrópuþingsins er gert ráð fyrir að Evrópusambandið fái meðal annars heimildir til þess að banna matsfyrirtækjum að gefa út  lánshæfiseinkunnir fyrir ríki sambandsins sem eigi við efnahagserfiðleika að etja.

Fréttavefur bandaríska dagblaðsins New York Times greinir frá þessu. Ennfremur er lagt til í uppkastinu að sett verði á laggirnar evrópskt matsfyrirtæki en forystumenn Evrópusambandsins hafa gagnrýnt alþjóðleg matsfyrirtæki harðlega fyrir þær einkunnir sem þau hafa veitt evruríkjum á borð við Grikkland og Portúgal sem glíma við mikla erfiðleika í efnahagsmálum sínum.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir