„Bleikt slím“ orsakaði gjaldþrot

mbl.is

Bandaríski kjötframleiðandinn AFA Foods hefur farið fram á gjaldþrot og segir ástæðuna neikvæða umfjöllun fjölmiðla sem m.a. líktu kjöti þeirra við „bleikt slím“.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í King of Prussia í Pennsylvaníu og segist fyrirtækið stærsti framleiðandi nautahakks í Bandaríkjunum. Framleiðir fyrirtækið um 317 milljón kíló af hakki á hverju ári.

Fyrirtækið framleiddi m.a. það sem kallað er BLBT, beinlausa kjötafskurði (e. Boneless Lean Beef Trimmings), sem oft er bætt út í hamborgarakjöt til þess að drýgja hráefnið.

Um miðjan mars komst þetta íblöndunarefni í hámæli í fjölmiðlum og var kallað „bleikt slím“ sem m.a. varð til þess að landbúnaðarráðuneytið sagði að skólar yrðu sjálfir að meta hvort þeir vildu bjóða nemendum sínum upp á kjötið. Í kjölfarið var safnað undirskriftum um að banna kjötið í skólum landsins.

Skyndibitakeðjur hafa margar hverjar notað kjötið umdeilda í hamborgara sína. McDonald's er þeirra á meðal og hefur fyrirtækið ákveðið að hætta að nota BLBT.

BLTBT-kjötið er m.a. notað í gæludýrafóður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK