Evran fer hvergi

Mario Draghi
Mario Draghi AFP

Seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi,  segir evruna ekki vera á útleið og að ríkin á evru-svæðinu muni grípa til þeirra ráðstafana sem þau telji þörf á.

Þetta kom fram í máli Draghi á Evrópuþinginu í Brussel í dag en hann segir að margt hafi verið gert af hálfu ríkjanna og stofnana á evru-svæðinu en meira þurfi að koma til og öll ríkin þurfi að taka þátt og skuldbinda sig til þess að gera nauðsynlegar breytingar heimavið.

Draghi segir að markaðsaðstæður séu alls ekki eins slæmar og þær voru fyrir hálfu ári en í síðustu viku lækkaði bankinn stýrivexti sína um 0,25 prósentur, í 0,75% og hafa þeir aldrei verið lægri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK