Samdráttur í Bretlandi

Vonast er til að Ólympíuleikarnir hafi jákvæð áhrif á hagvöxtinn …
Vonast er til að Ólympíuleikarnir hafi jákvæð áhrif á hagvöxtinn í Bretlandi. AFP

Samdráttur í efnahagslífi Bretlands á öðrum ársfjórðungi var 0,7% og nokkuð verri en markaðurinn hafði gert ráð fyrir. „Við vitum öll að Bretland er í djúpum efnahags vandræðum og þessar vonsvíkjandi tölur staðfesta það“ sagði George Osborne fjármálaráðherra Bretlands.

Þetta er þriðji ársfjórðungurinn í röð sem tölur sína fram á samdrátt, en áður hafði samdrátturinn verið 0,4% á síðasta ársfjórðungi 2011 og 0,3% á þeim fyrsta 2012. Gert hafði verið ráð fyrir 0,3% samdrætti í þetta skiptið, en höggið var mun þyngra. Fréttirnar koma aðeins 2 dögum áður en Ólympíuleikarnir verða settir í London, en gert er ráð fyrir að leikarnir hafi jákvæð áhrif á hagvöxtinn og að jákvæðar tölur muni sjást á þriðja fjórðungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK