Gagnrýna reikniaðferðir Seðlabankans

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabanki Íslands birti í gær tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á öðrum ársfjórðungi. Þar mældist viðskiptajöfnuðurinn án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð neikvæður um 14 milljarða króna. Við þetta bætist neikvæður viðskiptajöfnuður um 16,7 milljarða á fyrsta ársfjórðungi og er því samanlagður viðskiptajöfnuður án áhrifa gömlu bankanna á fyrri helmingi ársins óhagstæður um 3,6% af landsframleiðslu. Í nýjustu spám Seðlabankans er gert ráð fyrir að þessi viðskiptajöfnuður verði lítillega jákvæður á árinu og því þarf hann að vera jákvæður um 3,8% á seinni helmingi ársins að sögn greiningardeildar Arion banka.

Í markaðspunktum greiningardeildarinnar er Seðlabankinn gagnrýndur fyrir reiknikúnstir þar sem gömlu bankarnir og Actavis eru tekin út fyrir reikniformúlur Seðlabankans og er lagt til að leiðrétt verði einnig fyrir áhrifum þess þegar gömlu bankarnir komast í eigu kröfuhafa, en það mun hafa mikil áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Segir greiningardeildin að þegar búið sé að leiðrétta og hreinsa viðskiptajöfnuðinn með þessum leiðum verði hann „talsvert verri en mat Seðlabankans gerir ráð fyrir.“

Þegar erlendir kröfuhafar þrotabúanna fá innlendar eignir í sínar hendur versnar skuldastaða landsins sem því nemur. Auk þess fara arðgreiðslur og vextir af þessum fjármunum til kröfuhafanna og hafa þannig neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Segir greiningardeildin að „augljósasta dæmið um þetta er t.a.m. hagnaður Arion banka og Íslandsbanka á síðasta ári og fyrri hluta þessa árs, sem rennur að stærstum hluta í hendur erlendra kröfuhafa föllnu bankanna þegar uppgjöri þeirra hefur verið lokið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK