Betri samkeppnisstaða lífeyrissjóða með auðlegðarskatti

Auðlegðarskatturinn var fyrst kynntur árið 2009 og átti að vera …
Auðlegðarskatturinn var fyrst kynntur árið 2009 og átti að vera tímabundin ráðstöfun í þrjú ár. Við samþykkt síðustu fjárlaga var hins vegar ákveðið að framlengja hann um tvö ár til viðbótar. mbl.is/Golli

Með tilkomu auðlegðarskattsins standa einstaklingar enn verr að vígi en áður gagnvart lífeyrissjóðum þegar kemur að fjárfestingum á markaði.

Skatturinn gerir það að verkum að einstakir fjárfestar, sem eiga hlutafjáreign í fyrirtækjum, geta oft á tíðum ekki átt von á því að fá til baka það sem mætti teljast eðlileg arðsemi af fjárfestingu sinni.

Dæmi eru um að arðgreiðslur af skattalegri hlutafjáreign til einstaklinga, sem eiga aðrar eignir umfram 75 milljónir og greiða því 1,5% auðlegðarskatt, fari að langstærstum hluta til ríkisins – í sumum tilfellum meira en 80% af arðinum – en aðeins lítill til eigenda hlutabréfsins.

Í fréttaskýringu í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag um þetta mál segja viðmælendur blaðsins  að í slíkum tilfellum liggi það í augum uppi að það er mun meiri hvati fyrir fjárfesta til að geyma fé sitt inn á bankareikningi en að fjárfesta í atvinnulífinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK