Skuldastaðan svipuð og hjá Írum

Skuldir hins opinbera hér á landi eru tæplega ein landsframleiðsla. Þetta eru svipaðar skuldir og í ýmsum öðrum iðnríkjum á borð við t.d. Bandaríkin, Belgíu, Írland og Portúgal en nokkru lægri en í Grikklandi, Ítalíu og Japan.

Enn er áætlað að vergar skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu hafi náð hámarki á sl. ári þegar þær námu 101% af landsframleiðslu. Við mat á hreinum skuldum eru hér aðeins taldar til eigna peningalegar eignir hins opinbera í handbærum sjóðum. Þetta er þrengri skilgreining en hefðbundið er, en venja er að telja einnig til eigna aðrar peningalegar eignir að undanskildum hlutabréfum, eignarhlutum og stofnfé. Sé það talið með verður hrein skuldastaða hins opinbera betri en hér er lýst, segir í Peningamálum Seðlabanka Íslands.

Áætlað er að vergar skuldir lækki í ár, m.a. vegna fyrirframgreiðslu á lánum
tengdum efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsin, í um 97% af landsframleiðslu.

Gert er ráð fyrir að nafnvirði vergra skulda haldist óbreytt eða vaxi aðeins lítillega fram til ársins 2015 á sama tíma og vöxtur vergrar landsframleiðslu nemi tæpum 20% að nafnvirði. Því er gengið út frá því að hagvöxtur næstu ára lækki skuldahlutfallið og leiði til þess að vergar skuldir lækki í um 81% af landsframleiðslu árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK