Spá 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs

Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs
Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs Árni Sæberg

Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka og fara í 4,5% í nóvember en var 4,2% í október. Bráðabirgðaspá greiningardeildar gerir ráð fyrir 0,4% hækkun vísitölunnar í desember, 0,2% hækkun í janúar og svo 0,7% hækkun í febrúar.

Gengi krónunnar mun áfram spila stóra rullu á næstu mánuðum en töluverð gengisáhrif komu fram í síðustu verðmælingu Hagstofunnar (um 0,3% til hækkunar). Við teljum að áhrifin af um 8% lækkun krónunnar frá því í ágúst muni halda áfram að koma fram í vísitölunni á næstu mánuðum. Þó má ekki gleyma að krónan hefur styrkst nokkuð á allra síðustu dögum og haldi sú þróun áfram mun það vissulega draga eitthvað úr verðþrýstingi.

Annað sem er ekki síður mikilvægt að hafa í huga að sögn greiningardeildarinnar eru áhrif húsnæðisliðar á vísitölu neysluverðs. Hækkun á fasteignamarkaði hefur ekki verið ávísun á samsvarandi hækkun í fasteignalið vísitölunnar. Í raun hefur liðurinn reiknuð húsaleiga (sem endurspeglar markaðsverð húsnæðis og þróun raunvaxta) haft 0,12% áhrif til hækkunar vísitölunnar síðustu tólf mánuði. Á sama tíma hefur fasteignaverð á landinu öllu hækkað um 5,13% sem hefði mátt ætla að hefði ríflega 0,65% áhrif til hækkunar vísitölunnar. Mismunurinn þar á milli skrifast væntanlega á þátt raunvaxta í liðnum reiknuð húsaleiga.

Í desember gerir greiningardeildin ráð fyrir að flugfargjöld og viðhalds- og viðgerðakostnaður muni hafa áhrif til hækkunar, en í janúar muni útsölur hafa sterk áhrif til lækkunar, þó að ýmsar opinberar hækkanir valdi því að hækkun í þeim mánuði verður 0,2%. Í febrúar munu svo útsölulok og hækkun húsnæðisverðs og flugfargjalda leiða til 0,4% hækkunar vísitölunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK