Þrettán milljarða fjárframlag ríkisins til Íbúðalánasjóðs, sem ríkisstjórnin samþykkti í gær, tekur aðeins á skammtímavanda sjóðsins en breytir litlu um undirliggjandi rekstrarerfiðleika.
Í umfjöllun um málefni Íbúðalaánasjóðs í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að öðru óbreyttu er starfsemi sjóðsins ósjálfbær og halli á rekstri gæti verið þrír milljarðar á ári næstu árin.
Fram kemur í niðurstöðum starfshóps að hætt sé við því að útlánasafn sjóðsins sé ofmetið um fjörutíu milljarða og því þurfi að auka framlag á afskriftarreikning útlána um allt að tuttugu milljarða.
Samkvæmt aðgerðaáætlun ráðgjafafyrirtækisins IFS er þörf á greiðslum úr ríkissjóði til ÍLS fyrir að minnsta kosti 48 milljarða næstu þrjú til fimm árin.