Beðið eftir samþykki Seðlabanka

Slitastjórn Kaupþings hefur ásamt ráðgjöfum sínum og í nánu samráði við kröfuhafaráð unnið að undirbúningi að frumvarpi að nauðasamningi og hefur þeirri vinnu miðað vel áfram. Þetta kemur fram á vef slitastjórnar Kaupþings.

„Áður en unnt er að leggja fram frumvarp að nauðasamningi þarf Seðlabanki Íslands að samþykkja útgreiðslur til kröfuhafa utan Íslands á grundvelli laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 með síðari breytingum. Kaupþing hefur óskað eftir slíku samþykki en þar sem svar hefur ekki borist er ljóst að ekki verður unnt að hefja hið formlega nauðasamningsferli fyrir áramót.

Í ljósi þess að óvissa ríkir um það hvenær erindi Kaupþings til Seðlabanka Íslands verður svarað er ekki mögulegt að birta nýja tímaáætlun vegna fyrirhugaðs nauðasamnings, en Kaupþing mun halda áfram undirbúningi að nauðasamningi, ásamt ráðgjöfum félagsins. Kaupþing mun kappkosta að vinna náið með Seðlabanka Íslands í tengslum við þau álitamál sem upp kunna að koma vegna ofangreinds erindis. Slitastjórn mun veita kröfuhöfum frekari upplýsingar um framvindu málsins þegar unnt er,“ segir á vef slitastjórnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK