Spá 4-5% raunhækkun húsnæðisverðs á ári

Greiningardeild Arion banka spáir 4-5% raunhækkun húsnæðis á ári árin …
Greiningardeild Arion banka spáir 4-5% raunhækkun húsnæðis á ári árin 2013-2014. mbl.is/Ómar Óskarsson

Húsnæðisverð mun hækka sem samsvarar 4 til 5% árlega að raunvirði á árunum 2013 og 2014 og þörf er fyrir 1400 til 1700 nýjar íbúðir á þessum tveimur árum til að mæta náttúrulegri fólksfjölgun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur á fasteignamarkaði. Skýrslan ber heitið Fasteignamarkaður á göngudeild: Horfur til 2014, en greiningardeildin segir að með þessu sé verið að skýrskota til þess að fasteignamarkaðurinn sé sjúklingur sem sé búinn að ganga í gegnum sjúkdóm, uppskurð og legu, en að hann hafi nú verið útskrifaður, en sé enn viðkvæmur.

Greiningardeildin segir að eignir í fjölbýli muni hækka meira en stærri eignir í sérbýli. Eignir miðsvæðis muni einnig hafa tilhneigingu til að hækka umfram þær á jaðrinum. „Þegar fasteignaverðshækkanir hafa komið fram hafa þær að öðru jöfnu verið kraftmeiri miðsvæðis en auknum kaupmætti vill fylgja aukinn vilji til að greiða hátt verð fyrir staðsetningu. Þá hefur stækkun byggðar og fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu tilhneigingu til að setja þrýsting á íbúðir í bestu hverfunum, þar sem þeim fjölgar lítið sem ekkert yfir tíma.“

Í skýrslunni er einnig skoðað hvort bólumyndun sé hafin á markaðinum, en greiningardeildin segir svo ekki vera, en að aðstæður geti ýtt undir slíkt. „Þótt ekkert sé útlit fyrir bólumyndun enn bjóða aðstæður á eignamörkuðum hættunni heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK