Jón Ásgeir hafnar ákærunum

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson hafnar ákærum sérstaks saksóknara á hendur sér í Aurum-málinu svokallaða. Hann segir mikil verðmæti í Aurum. Fyrirtækið hafi verið selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það sé mun hærra verð en saksóknari noti í verðmati í ákærunni. Jón Ásgeir segir saksóknara aldrei hafa rætt málið við sig.

Þetta kemur m.a. fram í tölvupóstskeyti sem hann hefur sent mbl.is

Í skeytinu segist hann hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í áratug. Frá því í ágúst 2002 hafi hann haft „stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum.“

Jón Ásgeir segir að Glitnir hafi verið betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. „Það sjá það allir sem málið skoða,“ skrifar Jón Ásgeir. „Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði.“

Frétt mbl.is: Hafði óeðlileg afskipti af Glitni

Frétt mbl.is: Jón Ásgeir beitti Lárus þrýstingi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK