Hækkun launa margfalt meiri hérlendis

Laun hafa hækkað mun meira hérlendis en á Norðurlöndunum. Hannes …
Laun hafa hækkað mun meira hérlendis en á Norðurlöndunum. Hannes segir skynsamlegt að hemja launaskriðið til að ná fram kaupmáttaraukningu hér á landi. Kristinn Ingvarsson

Laun á Íslandi hafa hækkað þrefalt meira en á Norðurlöndum síðustu þrjú ár. Á árabilinu 2010 til 2012 hækkuðu laun á Íslandi um 21,5% en til samanburðar hækkuðu laun á Norðurlöndum að meðaltali um 8,7% á þessum þremur árum. Samtök atvinnulífsins segja frá þessu á heimasíðu sinni, en vitnað er í nýja skýrslu OECD.

Í Evrópusambandinu hækkuðu laun að meðaltali um 5,1% og í OECD-ríkjunum um 6,5%. Ísland sker sig úr öðrum ríkjum hvað varðar miklar launahækkanir og mikla verðbólgu. Olíuríkið Noregur kemur næst Íslandi í launahækkunum en þar ríkir mikil þensla á vinnumarkaði og eftirspurn eftir starfsfólki.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forstöðumaður hagdeildar samtakanna, segir í samtali við mbl.is að miklar launahækkanir sem þessar útskýrist af verðbólgu eða framleiðniaukningu. Hann sjái aftur á móti ekki merki um þá aukningu hérlendis og því verði að beina spjótum sínum að viðvarandi verðbólgu.

Segir hann að ekki sé skynsamlegt að hækka laun svona mikið þar sem það skili minni árangri en þegar staðið sé í skynsömum launahækkunum og gengið styrkist í staðinn með tilheyrandi kaupmáttaraukningu. Þetta hafi reynsla Svía meðal annars sýnt, en þeir voru með töluverðar launahækkanir á 10. áratugnum. Það hafi svo verið ákveðið að horfa til lengri tíma og draga úr miklu launaskriði og það hafi skilað sér í því að kaupmáttaraukning hafi orðið á síðasta áratug í stað stöðnunar á þeim tíunda.

Samanburður á launahækkunum
Samanburður á launahækkunum Samtök atvinnulífsins
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Þorsteinn Pálmar Einarsson: Ha ha
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK