Landsbankinn að eignast miðbæ Akureyrar

Hafnarstræti 67 þar sem Hótel Akureyri er til húsa er …
Hafnarstræti 67 þar sem Hótel Akureyri er til húsa er nú í eigu Landsbankans. Af vef Vikudags/Karl Eskill

Eignarhaldsfélag Landsbankans hefur tekið yfir fasteignir Hótels Sólar ehf. á Akureyri og er stór hluti miðbæjar Akureyrar nú í eigu Landsbankans. Þetta kemur fram á vef Vikudags.

Félagið og önnur tengd félög hafa á undanförnum árum keypt margar fasteignir í miðbæ Akureyrar, meðal annars Hafnarstræti 67 en þar er nú starfrækt hótel. Þá á félagið stóra fasteign við Kjarnaskóg, en þar var rekið dvalarheimili. Sömuleiðis á félagið marga tugi íbúða í miðbæ Akureyrar, skrifstofuhúsnæði og verslunarhúsnæði.

„Með þessari yfirtöku er ljóst að Landsbankinn er orðinn einn stærsti eigandi fasteigna í bænum, en bankinn hyggst selja eignirnar eins fljótt og auðið er. Brunabótamat þeirra er um 800 milljónir króna,“ segir í frétt Vikudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK