Bandaríkin kæra Standard & Poors

Höfuðstöðvar Standard & Poors við Wall Street í New York.
Höfuðstöðvar Standard & Poors við Wall Street í New York. mbl.is/reuters

Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poors segist eiga í vændum kæru frá bandarískum stjórnvöldum vegna þeirra einkunna sem fyrirtækið gaf veðlánavafningum fyrir fjármálahrunið.

Fram kemur á BBC að kæran muni beinast gegn háum einkunnum sem Standard & Poors gáfu lánavafningum árið 2007 og sem síðar hrundu í verði. Mun þetta vera fyrsta kæran á hendur matsfyrirtæki í tengslum við hrunið.

BBC hefur eftir talsmönnum S&P að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi tilkynnt fyrirtækinu um yfirvofandi kæru en búist er við því að nokkur ríki Bandaríkjanna muni bætast í hópinn. Hlutabréf í móðurfyrirtæki S&P, bandaríska útgáfufyrirtækinu McGraw Hill, féll um 14% á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær í kjölfar tilkynningarinnar.

Matsfyrirtækið S&P hefur verið gagnrýnt bæði af stjórnmálamönnum, fjárfestum og eftirlitsaðilum fyrir að gefa AAA í einkunn til þúsunda undirmálslána sem síðar hrundu í verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK