Vaxandi atvinnuleysi innan ESB

Mótmæli gegn efnahagsástandinu á Spáni.
Mótmæli gegn efnahagsástandinu á Spáni. AFP

Samtals voru tæpar 26 milljónir manna atvinnulausir í ríkjum Evrópusambandsins samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu sambandsins. Þar af voru 18,7 milljónir atvinnulausar á evrusvæðinu.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að atvinnuleysi hafi aukist bæði á evrusvæðinu sem og í Evrópusambandinu í heild miðað við desember 2011. Þannig hafi atvinnuleysi farið úr 10,7% í 11,7% á evrusvæðinu og úr 10% í 10,7% innan sambandsins í heild.

Samkvæmt heimasíðu Eurostat var atvinnuleysið mest á Spáni eða 26,1% af þeim ríkjum þar sem tölur liggja fyrir. Nýjustu tölur fyrir Grikkland eru frá í október en þá var atvinnuleysið þar í landi 26,8%. Næstmest skráð atvinnuleysi í desember var í Portúgal eða 16,5%. Þar á eftir komu Írland, Slóvakía og Kýpur með 14,7% atvinnuleysi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK