Viðskiptalíkan ÍLS gengur ekki upp

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður mbl.is/Golli

Stjórn og stjórnendur Íbúðalánasjóðs taka undir orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra um að viðskiptalíkan Íbúðalánasjóðs gangi ekki upp í núverandi umhverfi. Ummælin féllu á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær.

Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að stjórnendur sjóðsins hafi ekki farið í grafgötur með þessa skoðun sína.

„Um nokkra hríð hefur verið unnið skipulega að því að móta þann grunn sem skynsamlegt er að byggja starfsemi Íbúðalánasjóðs á. Tillögur að framtíðarskipulagi sjóðsins liggja nú þegar fyrir í megindráttum og hafa verið kynntar viðeigandi aðilum. Stjórnendur sjóðsins geta þó ekki kynnt þessar tillögur opinberlega, fyrr en helstu eftirlits- og umsagnaraðilar sjóðsins ná að fjalla ítarlega um þær. Einn þessara aðila er stjórnskipuð nefnd sem nú skoðar málefni sjóðsins. Þeirri nefnd er ætlað að skila tillögum um framtíð sjóðsins í næsta mánuði,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK