Kínverjar vilja kaupa gríska flugvelli

AFP

Eigendur flugvallarins í Shenzhen í Kína og fjárfestingafyrirtæki í Hong Kong hafa lýst yfir áhuga sínum á því að festa kaup á alþjóðaflugvellinum í Aþenu höfuðborg Grikklands. Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com í dag og vísað í upplýsingar frá gríska fjármálaráðuneytinu.

Fram kemur í fréttinni að kínversku fjárfestarnir hafi sömuleiðis áhuga á að eignast 37 minni flugvelli í Grikklandi en einkavæðing ríkiseigna er eitt af því sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) setja sem skilyrði fyrir áframhaldandi efnahagsaðstoð við landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK