Landsbankareiturinn til sölu

Gamli Landsbankareiturinn (nr 2) er nú til sölu hjá Landey.
Gamli Landsbankareiturinn (nr 2) er nú til sölu hjá Landey.

Landsbankareiturinn svokallaður við Austurhöfn 2, er nú til sölu, en dótturfélag Arion banka, Landey, hefur óskað eftir tilboðum í reitinn. Gert er ráð fyrir að heildarstærð húsnæðis á lóðinni sé 15.500 fermetrar, þar af 14.500 fermetra skrifstofu- og atvinnuhúsnæði, en 1.000 fermetra kjallari. Gert er ráð fyrir að húsið verði 6 hæða og að neðsta hæðin verði notuð undir verslanir. 

Landey keypti lóðina í síðustu viku, en félagið hefur átt kauprétt að henni síðustu 4 árin að sögn Inga Guðmundssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Samkvæmt fasteignaskrá er lóðamatið 164 milljónir, en gera má ráð fyrir að söluverðið sé töluvert hærra. 

Fleiri lóðir til sölu á næstunni

Landey mun á næstunni einnig bjóða til sölu lóðir sem félagið á á Bygggarðasvæðinu á Seltjarnarnesi. Þar er áætlað að reisa um 20 þúsund fermetra íbúðahúsnæði, en í dag er þar atvinnuhúsnæði. Verið er að klára að auglýsa deiliskipulagið, en Ingi segist vonast til að hægt verði að auglýsa lóðirnar núna strax í lok maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK