Enginn sigrar í launakapphlaupinu

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Styrmir Kári

„Innistæðulausar launahækkanir leiða óhjákvæmilega til verðbólgu og verri lífskjara en ella. Í launakapphlaupinu sigrar enginn, allir tapa. Því þarf raunsæi og agi að ríkja í stað óskhyggju og sundrungar. Með lágri verðbólgu og vöxtum batnar samkeppnishæfni landsins. Aðeins þannig getur störfum fjölgað og lífskjör batnað.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í fréttabréfi samtakanna, en hann segir að aðeins með breyttum vinnubrögðum á vinnumarkaði og við stjórn fjármála hins opinbera geti náðst stöðugleiki.

Þorsteinn bendir á að nýleg greining samtakanna sýni ótvírætt um sambærileg heimili, sem hefðu tekið jafn há verðtryggð og óverðtryggð lán fyrir áratug, að þau síðarnefndu hefðu allan tímann síðan verið mun líklegri til að lenda í vanskilum. Það sé því ekki við verðtrygginguna að sakast, heldur óstöðugt efnahagslíf og afleiðingar þess. „Mikil verðbólga er ekki náttúrulögmál heldur gjald fyrir heimatilbúnar efnahagssveiflur og slaka efnahagsstjórn,“ segir Þorsteinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK