Tryggingarsjóður innstæðueigenda velur MP banka

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs MP banka.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs MP banka.

Tryggingarsjóður  innstæðueigenda hefur valið eignastýringu MP banka til að stýra eignasafni sjóðsins. Alls sóttu 10 aðilar um að stýra eignum Tryggingarsjóðsins en einungis  3 aðilar voru valdir eftir ítarlegt umsóknarferli. Í faglegu matsferli útboðsins voru margir þættir skoðaðir, svo sem reynsla, árangursmat, kostnaður, stöðugleiki rekstrar og sérstakt mat sjóðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MP banka.

Sigurður  Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs MP banka, segir bankann horfa til frekari vaxta á þessu sviði á næstunni. „Við  í  eignastýringunni erum stolt og ánægð að hafa verið valin til að ávaxta eignsafn Tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Við höfum verið að efla starfsemi okkar á þessu sviði verulega og horfum til frekari vaxtar á næstu misserum. Við hjá MP banka þekkjum vel til TIF en bankinn sýndi mjög góðan árangur í ávöxtun eigna TIF árin 2007-2008 og stefnum ótrauð aftur að framúrskarandi árangri,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK