Segir Datamarket ekki á leið úr landi

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

„Síðast þegar ég vissi var DataMarket með söluskrifstofu í Boston til að ná fótfestu á Bandaríkjamarkaði. Þróun fer hins vegar öll fram hér á Íslandi og stendur ekki til að breyta því,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag.

Tilefnið er aðsend grein eftir Svönu Helen Björnsdóttur, formann Samtaka iðnaðarins, í Fréttablaðinu í dag þar sem hún segir nýsköpunarfyrirtæki flýja land vegna fjármagnshafta, gjaldmiðilsins og lélegra lífskjara og nefnir þar meðal annars DataMarket sem dæmi. Frosti segist ekki kannast við að fyrirtækið sé á leið úr landi en hann hafi bæði verið á meðal stofnenda þess og sé einn eigenda.

„Fjármagnshöft geta tafið en þau hafa ekki reynst afgerandi hindrun í útrás íslenskra sprotafyrirtækja. Hægt er að nefna fjölmörg dæmi því til staðfestu, Meniga, DataMarket, PlainVanilla ofl. Jafnvel þegar hér voru engin fjármagnshöft var það smæð heimamarkaðarins sem leiddi til þess að fyrirtæki ákváðu að byggja upp erlendis. Það er bara eðlilegt,“ segir Frosti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK